
Vel var fagnað í leikslok. Ljósm. Bjarnheiður Hallsdóttir
Annar flokkur ÍA tryggði sér bikarmeistaratitilinn annað árið í röð
Það var sannkallaður markaleikur sem fór fram á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi síðastliðinn fimmtudag þegar úrslitaleikur 2. flokks karla í knattspyrnu fór fram. Þar mættust sameinað lið Gróttu og Kríu og lið ÍA, Kára, Skallagríms og Víkings Ólafsvíkur.