Fréttir

Borgarfjarðarbraut lokuð tímabundið

Vegna vinnu við tengingu nýrrar heitavatnsæðar frá Deildartungu verður vegurinn um Borgarfjarðarbraut (50) á móts við Steðja í Flókadal lokaður í hálfan annan sólarhring frá klukkan 20:00 þriðjudagskvöldið 23. september. Hjáleið verður um Flókadalsveg, en þungaflutningar þurfa að fara að norðan hjá Baulu. „Lokun hefst á þriðjudagskvöld og áætlað er að hægt verði að opna aftur á fimmtudagsmorgun,“ segir í tilkynningu frá Veitum.

Borgarfjarðarbraut lokuð tímabundið - Skessuhorn