Fréttir

true

Náði ekki sínum besta árangri á HM í frjálsum

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir frjálsíþróttakona úr Borgarfirði keppti klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma í undankeppni sleggjukasts á HM í frjálsum íþróttum sem fram fer í Tókíó í Japan. Þetta var hennar frumraun á heimsmeistaramóti en hún setti eins og kunnugt er Íslandsmet í sleggjukasti í ágúst þegar hún kastaði 71,38 metra. Guðrún var í…Lesa meira

true

Bíða þess hvort öðru sinni verður höggvið í sama knérunn

Fréttaskýring um þá óvissu sem komin er upp í byggðakerfum sjávarútvegs Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ákvað á síðustu dögum fyrir upphaf yfirstandandi fiskveiðiárs að ráðast í endurskoðun að hluta á því sem kallað er byggðakerfi sjávarútvegsins. Sú endurskoðun stendur enn yfir og hefur leitt af sér mikla óvissu í útgerð og fiskvinnslu er byggir á línuívilnun…Lesa meira

true

Sigur Káramanna og sæti í deildinni að ári

Lokaumferðin í annarri deild karla í knattspyrnu var spiluð í dag. Knattspyrnufélagið Kári tók á móti Haukum í Akraneshöllinni og áttu eftir góðum sigur í síðasta leik möguleika á að verja stöðu sína í deildinni. Skemmst er frá því að segja að það tókst. Heimamenn báru sigur úr býtum með tveimur mörkum Finnboga Laxdal Aðalgeirssonar…Lesa meira

true

Gjóður á silungsveiðum

Gjóður er miðlungsstór ránfugl sem finnst víða um heim en er fremur sjaldséður flækningur hér á landi. Hann hefur sést í ríflega þrjátíu skipti áður hér við land. Einn gjóður er nú á silungsveiðum við Akrafjall. Sigurjón Einarsson ljósmyndari á Akranesi náði þessari stórgóðu mynd af fuglinum í birtingu í morgun, en fuglinn var þá…Lesa meira

true

Þakskipti í kappi við haustlægðirnar

Um fimmtán manna vaskur hópur frá Trésmiðju Akraness vinnur þessa dagana við að skipta um þak á sex íbúða raðhúsinu við Jaðarsbraut 23 á Akranesi. Þakplötur, pappi og klæðning er endurnýjað. Húsið, sem jafnan er nefnt rauða raðhúsið, stendur á horni Faxabrautar og Jaðarsbrautar og er áberandi í landslaginu við Langasandinn. Þakskiptin hófust í gærmorgun…Lesa meira

true

Falast eftir skemmtilegum myndum úr göngum og réttum

Nú eru framundan fjárréttir víðsvegar um Vesturland. Ritstjórn Skessuhorns langar að biðja lesendur sína um greiða: Senda okkur nokkrar myndir úr réttum og/eða göngum í landshlutanum. Gjarnan má fylgja upplýsingar um hvar og hvenær mynd er tekin og e.t.v. hvaða fólk er á þeim. Myndir sendist á skessuhorn@skessuhorn.is Gaman ef myndir berast sem víðast frá.Lesa meira

true

Breytingar á skipulagi vegna þvottastöðvar tefjast um sinn

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar síðastliðinn þriðjudag voru til umræðu tvö mál sem bæði tengjast umsókn Löðurs um að starfrækja bílaþvottastöð í húsi sem skilgreint er sem verslunar- og þjónustuhús við Innnesveg 1 á Akranesi. Bílaþvottastöð uppfyllir ekki þá skilgreiningu að teljast til verslunar- eða þjónustu og því er kallað eftir breytingu á skipulagi. Sú skilgreining…Lesa meira

true

Starfsteymi stofnað um málefni eldri íbúa

Til stendur að móttöku- og matsteymi fyrir eldri íbúa í Borgarbyggð taki til starfa í haust með það að markmiði að auka samþættingu milli heimahjúkrunar, félagslegrar heimaþjónustu og dagdvalarþjónustu. Var verkefnið kynnt í í velferðarnefnd sveitarfélagsins fyrir stuttu. Með þessu er ekki síst stefnt að því að tryggja að rétt þjónusta sé veitt af réttum…Lesa meira

true

Telja styrkingu heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga farsælli leið

Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ) hafa brugðist við og mótmælt boðuðum breytingum á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits í landinu. Eins og fulltrúar tveggja ráðuneyta kynntu nýverið stendur til að færa meginverkefni heilbrigðiseftirlits frá sveitarfélögum til tveggja ríkisstofnana, þ.e. Matvælastofnunar og Umhverfis- og orkustofnunar. Fram kemur í bréfi SHÍ að samtökin hafa ítrekað bent á að þær ábendingar…Lesa meira

true

Mikilvægur sigur Skagamanna

Lið ÍA í Bestu deild karla í fótbolta tók á móti Breiðabliki á Elkem vellinum í gær. Fyrirfram var búist við hörkuleik ekki síst í ljósi þröngrar stöðu Skagaliðsins í deildinni. Það var í raun nú eða aldrei ætlaði liðið að eygja möguleika á að halda velli í deildinni. Skemmst er frá því að segja…Lesa meira