
Svipmynd úr Þverárrétt fyrir nokkrum árum. Ljósm. mm
Falast eftir skemmtilegum myndum úr göngum og réttum
Nú eru framundan fjárréttir víðsvegar um Vesturland. Ritstjórn Skessuhorns langar að biðja lesendur sína um greiða: Senda okkur nokkrar myndir úr réttum og/eða göngum í landshlutanum. Gjarnan má fylgja upplýsingar um hvar og hvenær mynd er tekin og e.t.v. hvaða fólk er á þeim. Myndir sendist á skessuhorn@skessuhorn.is Gaman ef myndir berast sem víðast frá.