Íþróttir
Byrjunarlið Kára í leiknum gegn Haukum. Ljósm. Kári

Sigur Káramanna og sæti í deildinni að ári

Lokaumferðin í annarri deild karla í knattspyrnu var spiluð í dag. Knattspyrnufélagið Kári tók á móti Haukum í Akraneshöllinni og áttu eftir góðum sigur í síðasta leik möguleika á að verja stöðu sína í deildinni. Skemmst er frá því að segja að það tókst. Heimamenn báru sigur úr býtum með tveimur mörkum Finnboga Laxdal Aðalgeirssonar á 67. og 71. mínútu gegn einu marki gestanna. Það skoraði Sigurður Hrannar Þorsteinsson á 27. mínútu.