Fréttir
Gjóður. Ljósm. Sigurjón Einarsson.

Gjóður á silungsveiðum

Gjóður er miðlungsstór ránfugl sem finnst víða um heim en er fremur sjaldséður flækningur hér á landi. Hann hefur sést í ríflega þrjátíu skipti áður hér við land. Einn gjóður er nú á silungsveiðum við Akrafjall. Sigurjón Einarsson ljósmyndari á Akranesi náði þessari stórgóðu mynd af fuglinum í birtingu í morgun, en fuglinn var þá nýbúinn að ná sér í silung úr tjörn. Gjóðurinn er fiskiæta, getur náð 60 cm stærð og 1,8 metra vænghafi. Þess má geta að á norsku og dönsku kallast fuglinn fiskiörn.