Fréttir

true

Starfsárið að hefjast hjá Kalman tónlistarfélagi

Halli Guðmunds og Club Cubano verða á fyrstu tónleikum haustsins hjá Kalman – tónlistarfélagi Akraness og flytja lög af nýútkominni plötu „Live at Mengi.“  Tónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 25. september. Haraldur Ægir Guðmundsson, eða Halli Guðmunds, er mörgum Skagamönnum kunnur en hann bjó á Akranesi um tíma og hóf sinn atvinnutónlistarferil þar. Halli hefur gefið út…Lesa meira

true

Stelpurnar í UMFG sigruðu í fyrsta leik

Blaktímabilið hófst sunnudaginn 14. september þegar kvennalið UMFG tók á móti b-liði HK í íþróttahúsinu í Grundarfirði. Leikurinn var fyrsti leikurinn í fyrstu deild kvenna þetta tímabilið og mættu heimakonur í UMFG ákveðnar til leiks. Þær höfðu töluverða yfirburði í fyrstu hrinunni og sigruðu hana 25-13 og komust í 1-0. Svipað var uppi á teningnum…Lesa meira

true

Ofið landslag í Akranesvita

Laugardaginn 20. september verður opnuð ný myndlistarsýning í Akranesvita og verður hún opin kl. 13.00 – 16.00 á opnunardaginn. Sýningin ber heitið Ofið landslag, og sýnendur eru Antonía Berg leirkerasmiður, Íris María Leifsdóttir málari og Sarah Frinkle veflistakona. Sýningin er styrkt af Akraneskaupstað. Í tilkynningu frá sýnendum segir að þær vefi í landslagið við rætur…Lesa meira

true

Umhverfisþing hefst í dag

Umhverfisþing hefst í dag í Silfurbergi í Hörpu og stendur í tvo daga. Meginþemu að þessu sinni verða líffræðileg fjölbreytni, loftslagsmál og hafið. Boðað er til þingsins af Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Þinginu verður að hluta til streymt og skráningu hefur verið öllum opin, en fullbókað var fyrir nokkru í vinnustofurnar Verndum líffræðilega…Lesa meira

true

Dregið verður saman í útlendingamálum

Dómsmálaráðherra leggur áherslu á öryggi og einföldun í fjárlögum næsta árs, segir í tilkynningu. Heildarfjárframlög sem heyra undir ráðuneytið nema rúmum 73 milljörðum króna, eða um 4,5% af áætluðum útgjöldum ríkissjóðs. Stærsti hluti fjárveitinganna fer í öryggismál. Þar undir falla lögregla, Landhelgisgæsla, ákæruvald og fangelsismál, þar sem útgjöld nema rúmum 50 milljörðum króna. Það er…Lesa meira

true

Virða ekki lokanir vegna framkvæmda við Kirkjufellsfoss

Borið hefur á að ferðamenn virði ekki lokanir vegna framkvæmda sem nú standa yfir til að bæta aðstöðu við Kirkjufellsfoss í Grundarfirði. Unnið er við að laga göngustíga og koma fyrir útsýnispöllum. Framkvæmdin er á vegum Grundarfjarðarbæjar, í samvinnu við landeigendur, en verkið nýtur styrks frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Staðurinn er einn vinsælasti áningarstaður landsins. Björg…Lesa meira

true

Svæði fyrir frístundabúskap verður skipulagt

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 11. september afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar varðandi svæði undir frístundabúskap ofan við hesthúsahverfið við Selás. Endanleg afmörkun svæðisins liggur ekki fyrir. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd skoðaði málið á fundi í ágúst og vísaði því til nefndarinnar sem lagði fram tillöguna sem samþykkt var: „Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn…Lesa meira

true

Fjölmennasta púttmót landsins haldið í Borgarnesi

Púttvöllurinn að Hamri var troðfullur af fólki fimmtudaginn 11. september. Þá fór fram fimmta September-púttmótið sem er árlegt mót fyrir eldri púttara. Að mótinu stóðu þeir Ingimundur Ingimundarson og Flemming Jessen. Mótið nýtur vinsælda enda eina mótið sem skift er í aldursflokka. Alls mættu til leiks 76 eldri borgarar frá Suðurnesjum, Akranesi, Hvammstanga og Garðabæ,…Lesa meira

true

Fækkun um 900 vetrarfóðraðar kindur milli ára

Á fundi nýverið í fjallskilanefnd Þverárréttar kom fram að mikil fækkun sauðfjár hefur orðið á milli ára. Það veldur því að miklar breytingar þurfti að gera á fjallskilum fyrir haustið. Fækkað hefur um rúmlega 900 kindur frá árinu 2024. Heildar fjallskilakostnaður nú verður 4.872.860. krónur sem gerir 850 krónur á kind. Síðdegis í dag verður…Lesa meira