Íþróttir
Spilað var á Hamarsvelli. Ljósm. fj

Fjölmennasta púttmót landsins haldið í Borgarnesi

Púttvöllurinn að Hamri var troðfullur af fólki fimmtudaginn 11. september. Þá fór fram fimmta September-púttmótið sem er árlegt mót fyrir eldri púttara. Að mótinu stóðu þeir Ingimundur Ingimundarson og Flemming Jessen. Mótið nýtur vinsælda enda eina mótið sem skift er í aldursflokka. Alls mættu til leiks 76 eldri borgarar frá Suðurnesjum, Akranesi, Hvammstanga og Garðabæ, auk heimamanna. Veðrið var aðeins að stríða spilurum með kuldagjóstri og rigningarúða, en púttarar létu það ekki á sig fá.