Fréttir
Svipmynd úr Þverárrétt 2024. Ljósm. mm

Fækkun um 900 vetrarfóðraðar kindur milli ára

Á fundi nýverið í fjallskilanefnd Þverárréttar kom fram að mikil fækkun sauðfjár hefur orðið á milli ára. Það veldur því að miklar breytingar þurfti að gera á fjallskilum fyrir haustið. Fækkað hefur um rúmlega 900 kindur frá árinu 2024. Heildar fjallskilakostnaður nú verður 4.872.860. krónur sem gerir 850 krónur á kind.