Fréttir
Kirkjufellsfoss er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Aðgengi að fossinum var lokað í ágúst þegar framkvæmdir hófust. Ljósm. Björg Ágústsdóttir

Virða ekki lokanir vegna framkvæmda við Kirkjufellsfoss

Borið hefur á að ferðamenn virði ekki lokanir vegna framkvæmda sem nú standa yfir til að bæta aðstöðu við Kirkjufellsfoss í Grundarfirði. Unnið er við að laga göngustíga og koma fyrir útsýnispöllum. Framkvæmdin er á vegum Grundarfjarðarbæjar, í samvinnu við landeigendur, en verkið nýtur styrks frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Staðurinn er einn vinsælasti áningarstaður landsins.