
Stelpurnar í UMFG sigruðu í fyrsta leik
Blaktímabilið hófst sunnudaginn 14. september þegar kvennalið UMFG tók á móti b-liði HK í íþróttahúsinu í Grundarfirði. Leikurinn var fyrsti leikurinn í fyrstu deild kvenna þetta tímabilið og mættu heimakonur í UMFG ákveðnar til leiks. Þær höfðu töluverða yfirburði í fyrstu hrinunni og sigruðu hana 25-13 og komust í 1-0. Svipað var uppi á teningnum í annarri hrinu en hún endaði 25-15 og staðan því orðin vænleg 2-0 í leiknum. Ungt lið HK-B mætti ákveðið til leiks í þriðju hrinu og var jafnt á öllum tölum framan af þangað til staðan var 13-13 en þá settu heimakonu í annan gír og sigldu framúr með því að skora 10 stig í röð og komast í 23-13. Hrinan endaði svo 25-16 og öruggur sigur UMFG staðreynd 3-0.