
Mikilvægur sigur Skagamanna
Lið ÍA í Bestu deild karla í fótbolta tók á móti Breiðabliki á Elkem vellinum í gær. Fyrirfram var búist við hörkuleik ekki síst í ljósi þröngrar stöðu Skagaliðsins í deildinni. Það var í raun nú eða aldrei ætlaði liðið að eygja möguleika á að halda velli í deildinni. Skemmst er frá því að segja að ÍA vann gestina með þremur mörkum gegn engu. Ómar Stefánsson skoraði fyrsta mark Skagamanna þegar einungis tólf mínútur voru liðnar af leik. Gísli Laxdal bætti svo við öðru marki á 37. mínútu og var staðan því 2-0 í leikhléi. Steinar Þorsteinsson gulltryggði 3-0 sigur með marki rétt fyrir leikslok.