Fréttir

Þakskipti í kappi við haustlægðirnar

Um fimmtán manna vaskur hópur frá Trésmiðju Akraness vinnur þessa dagana við að skipta um þak á sex íbúða raðhúsinu við Jaðarsbraut 23 á Akranesi. Þakplötur, pappi og klæðning er endurnýjað. Húsið, sem jafnan er nefnt rauða raðhúsið, stendur á horni Faxabrautar og Jaðarsbrautar og er áberandi í landslaginu við Langasandinn. Þakskiptin hófust í gærmorgun og er stefnt að ljúka verkinu á þremur dögum.