Fréttir
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga eru níu talsins og er skipan þeirra ákveðin í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Í núgildandi lögum er kveðið á um að sveitarfélög á hverju starfssvæði skuli kjósa heilbrigðisnefnd eftir sveitarstjórnarkosningar.

Telja styrkingu heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga farsælli leið

Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ) hafa brugðist við og mótmælt boðuðum breytingum á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits í landinu. Eins og fulltrúar tveggja ráðuneyta kynntu nýverið stendur til að færa meginverkefni heilbrigðiseftirlits frá sveitarfélögum til tveggja ríkisstofnana, þ.e. Matvælastofnunar og Umhverfis- og orkustofnunar.