Fréttir

true

Bólusetning gegn RS veiru hefst í október

Öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri verður boðin forvörn gegn RS veirusýkingu frá og með október næstkomandi. Þetta er nýmæli, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. RS-veiran er algeng orsök öndunarfærasýkinga, sem leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári, og veldur árlega fjölda innlagna á sjúkrahús hérlendis og erlendis. Í alvarlegum…Lesa meira

true

Stefnumótun hefjist fyrir Samfélagsmiðstöð í Heiðarborg

Velferðar- og fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar telur mikilvægt að hefja markvissan undirbúning að mótun framtíðarsýnar fyrir Samfélagsmiðstöð í Heiðarborg með það að markmiði að nýta húsnæði íþróttahússins, sem nú er í byggingu í Heiðarborg, sem best. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við íþróttahúsið ljúki í ágúst 2026. Á fundi nefndarinnar á dögunum kom fram að hún…Lesa meira

true

Sundabraut undirbúin sem samvinnuverkefni

Undirbúningur að gerð Sundabrautar miðast við að hún verði samvinnuverkefni. Þetta kemur fram í svari Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Einars Jóhannesar Guðnasonar varaþingmanns. Í svari ráðherra kemur fram að skipuð hafi verið verkefnisstjórn sem skipuð er fulltrúum ráðuneytisins, Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá er einnig að störfum starfshópur um fjármögnun verkefnisins sem…Lesa meira

true

Klifurfélagið tekur nýjan klifurvegg í notkun – opið hús síðdegis á morgun

Allt frá árinu 2018 hefur Klifurfélag ÍA verið með klifurvegg á Smiðjuvöllum á Akranesi en félagið er nú að koma sér fyrir í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Starfsemin á Smiðjuvöllum hefur gengið vel en staðsetningin var ekki talin nógu örugg þar sem um iðnarsvæði var að ræða og þar af leiðandi hættulegt börnum sem fara þurftu…Lesa meira

true

Skorradalshreppur gefur eignarhlut sinn í nýlegu laugarhúsi við Hreppslaug

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að heimila afsal til Ungmennafélagins Íslendings, án endurgjalds, 40% eignarhlut hreppsins í nýju aðstöðuhúsi við  Hreppslaug. Bókfært verð eignarhlutarins er 36,6 milljónir króna. Hreppsnefndin samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025 sem heimilar afsal hlutarins. Þar sem um er að ræða skuldbindingu umfram 20% af skatttekjum sveitarfélagsins á…Lesa meira

true

Ný sýning opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar

Breytingar á norðurslóðum – stefnumót lista og vísinda Í dag, föstudaginn 5. september kl. 16:00, verður í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi opnuð sýningin Breytingar á norðurslóðum. Sýningin er sett upp í samstarfi við rannsóknarhópinn Changes on Northern Shores (CNS). „Hópurinn samanstendur af listamönnum og vísindafólki víða að úr heiminum sem á það sameiginlegt að vinna…Lesa meira

true

Sinfónían og söngfólk með stórtónleika á Akranesi

Þessa dagana kynna helstu menningarstofnanir þjóðarinnar vetrardagskrá sína. Þar er að vanda úr mörgu spennandi og nærandi að velja. Það á ekki síst við um Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hápunktur vetrardagskrárinnar, horft með augum íbúa á Vesturlandi, er án efa þegar hljómsveitin mun heimsækja Akranes. Þar verða haldnir tónleikar föstudaginn 15. maí í hinu nýja og glæsilega…Lesa meira

true

Súrt tap gegn KR

Lið ÍA í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu lék sinn síðasta leik í deildinni í ár í gær í Akraneshöllinni. Það var lið KR sem kom í heimsókn. Skemmst er frá því að segja að tímabilið hefði getað endað á betri hátt hjá liði ÍA. Katla Guðmundsdóttir náði forystunni fyrir KR á 28. mínútu og Lina…Lesa meira

true

Kosning hafin um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps

Í morgun hófst íbúakosning um tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps, en kosningin nær yfir hálfs mánaðar tímabil og lýkur 20. september nk. Kosningaaldur miðast við þá sem náð hafa 16 ára aldri 20. september nk. Skorradalshreppur verður ein kjördeild en í Borgarbyggð verða kjördeildirnar fjórar, þær sömu og í alþingis- og forsetakosningum. Kjósendur…Lesa meira

true

Lítilsháttar breyting mælist á fylgi flokka í Norðvesturkjördæmi

Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup, sem gerður er fyrir Ríkisútvarpið, er fylgi stjórnmálaflokka til Alþingis brotið niður á kjördæmi og skiptingu þingsæta. Sú breyting hefur nú orðið, miðað við síðasta þjóðarpúls, að Samfylking hefur nú tvo þingmenn í kjördæminu, en mældist með þrjá í síðasta þjóðarpúlsi. Viðreisn mælist að nýju með mann inni. Framsókn fengi einn…Lesa meira