Fréttir

true

Stefnt að vígslu nýs íþróttahúss á Jaðarsbökkum á Vökudögum

Þessar vikurnar er unnið að lokafrágangi hins nýja íþróttahúss á Jaðarsbökkum á Akranesi. Líkt og kom fram í Skessuhorni á dögunum, í viðtali við Sigurð Arnar Sigurðsson skólastjóra Grundaskóla, er vonast til þess að kennsla geti hafist í húsinu í lok þessa mánaðar. Ekki hefur endanlega verið ákveðið hvenær hið glæsilega hús verður formlega tekið…Lesa meira

true

Færa Holtavörðulínu 1 aftur fyrir númer 3

Landsnet hefur ákveðið breytingar framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar. Stærsta breytingin snertir tímalínu lagningar Holtavörðuheiðarlínu 1 sem nú hefur verið ákveðið að færa aftur fyrir Holtavörðuheiðarlínu 3. Samkvæmt framkvæmdaráætlun nú munu framkvæmdir við Holtavörðulínu 1 hefjast í lok árs 2028 eða byrjun árs 2029. Breytingin er tilkomin vegna samræmingar við aðrar línuframkvæmdir á svæðinu, þ.e. Blöndulínu 3 og…Lesa meira

true

Hækkun á verði fyrir mjólk

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða. 1. september hækkar lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda um 1,15%, fer úr 139,53 kr./ltr í 141,13 kr. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar um 1,33% 8. september. Hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda er til komin vegna kostnaðarhækkana…Lesa meira

true

Opnað fyrir umsóknir á sérveiðileyfum fyrir ígulker

Samkvæmt reglugerð um veiðar á ígulkerum (skollakopp) eru nú leyfðar veiðar á ígulkerum á afmörkuðum svæðum í Ísafjarðardjúpi, Húnaflóa og á Austurlandi. Krókaflamarksbátum með leyfið er heimilt að veiða ígulker með plógi. Gefinn hefur verið út heildarafli fyrir hvert svæði. Þegar leyfilegum heildarafla hvers svæðis er náð mun Fiskistofa loka því svæði fyrir frekari veiðum.…Lesa meira

true

Á fullmikilli ferð

Í vikunni sem leið hafði Lögreglan á Vesturlandi afskipti af 65 ökumönnum vegna of hraðs aksturs. Einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur og annar um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Á annan tug ökumanna voru stöðvaðir vegna símanotkunar við aksturinn eða voru ekki með öryggisbelti í notkun.Lesa meira

true

Gengið með leiðsögn um byggðir álfa og huldufólks

Næstkomandi sunnudag klukkan 16 hefst gönguferð með leiðsögn um byggðir álfa og huldufólks í landi Bjargs í Borgarnesi. Þar mun Bryndís Fjóla Pétursdóttir, garðyrkjufræðingur, heilari, Völva og stofnandi og eigandi Huldustígs ehf. leiða gönguna og segja frá huldufólkinu, álfunum og hafmeyjunum sem dvelja á þessu svæði. „Gönguferðin er um ein og hálf klukkustund og hefst…Lesa meira

true

Fjölgað verður um tvo hjá Lögreglunni á Vesturlandi

Þorbjörg S Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra kynnti í upphafi árs áform sín um að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu þegar á þessu ári. Markmið hennar með aukningunni var að efla löggæslu í landinu og tryggja öryggi almennings ásamt því að bæta öryggi lögreglumanna. Ákvörðun ráðherra var byggð á þeirri staðreynd að heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í…Lesa meira

true

Fornir fjendur mætast í dag

Leikir ÍA og KR hafa um langan aldur talist til stærstu leikja í íslenskri knattspyrnu ár hvert. Þó árið í ár hafi á margan hátt verið þessum liðum mótdrægt og þau séu hvorugt að berjast um titla að þessu sinni heldur lífið áfram. Síðasta umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu verður leikin í kvöld og þá…Lesa meira

true

Segir farsælla að lagfæra en kollvarpa

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra kynntu fyrr í vikunni áform um að; „gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auka þess að bæta þjónustu,“ eins og sagði í tilkynningu frá ráðuneytum þeirra. Í stuttu máli er lagt til að verkefni heilbrigðiseftirlita verði færð…Lesa meira

true

Kór Akraneskirkju að hefja vetrarstarfið

Á haustin vaknar jafnan úr dvala ýmislegt félagsstarf. Á þriðjudaginn síðasta var fyrsta æfing haustsins hjá Kór Akraneskirkju og komið saman í safnaðarheimilinu Vinaminni. Fyrir æfinguna hafði verið auglýst eftir áhugasömum nýliðum til að ganga til liðs við kórinn. Nokkrir áhugasamir létu sjá sig, þó öllu fleiri konur en karlar. Því er enn auglýst eftir…Lesa meira