Fréttir
Nýja laugarhúsið á vígsludegi þess. Ljósm. úr safni Skessuhorns

Skorradalshreppur gefur eignarhlut sinn í nýlegu laugarhúsi við Hreppslaug

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að heimila afsal til Ungmennafélagins Íslendings, án endurgjalds, 40% eignarhlut hreppsins í nýju aðstöðuhúsi við  Hreppslaug. Bókfært verð eignarhlutarins er 36,6 milljónir króna.