Fréttir

true

Alþjóðlegur dagur læsis er í dag

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis. Á þessum degi er minnt á mikilvægi læsis og hlutverki þess í að skapa það samfélag sem við viljum búa í, samfélag sem er réttlátt með jöfnum tækifærum til frama fyrir börn og ungmenni. Að mati UNESCO skorti að minnsta kosti 739 milljónir ungmenna og fullorðinna um allan heim…Lesa meira

true

Ráðherra kynnti fyrirkomulag rjúpnaveiða

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest veiðitímabil rjúpu í ár. Heimilt verður að veiða rjúpu frá og með föstudögum og til og með þriðjudögum á tímabili sem ákveðið er sérstaklega innan hvers veiðisvæðis. Hér á Vesturlandi verður tímabilið frá 24. október til 2. desember. Tímabilið hefst sama dag í öllum landshlutum en…Lesa meira

true

Siðmennt kynnir fermingarfræðslu á hennar vegum

„Fermingarfræðsla Siðmenntar miðar að því að efla unglinga og búa þeim dýrmætt veganesti til framtíðar. Á námskeiðunum er lögð áhersla á að efla sjálfsmynd, hvetja til víðsýni og styðja við jákvætt og uppbyggilegt hugarfar. Fræðslan byggir á húmanískum grunni og skapar vettvang fyrir fermingarbörnin til að takast á við stórar spurningar um lífið og tilveruna.…Lesa meira

true

Guðrún Ingólfsdóttir er listamaður mánaðarins

Það er mynd- og leirlistarkonan Guðrún Ingólfsdóttir sem er listamaður septembermánaðar hjá Listfélagi Akraness í ár. Akrýlverk eftir hana eru nú sýnd í Kallabakaríi við Innnesveg út mánuðinn. Guðrún er búsett á Akranesi en er frá Höfn í Hornafirði. Hún sýnir undir listamannsnafninu Gingó. Listfélag Akraness var var stofnað árið 2023 og einn þáttur í…Lesa meira

true

Káramenn unnu Vesturlandsslaginn og fjarlægðust fallsætið

Það var að duga eða drepast fyrir Kára frá Akranesi í leik gegn Víkingi í Ólafsvík í gær í annarri deildinni í fótbolta. Gengi Kára hefur verið dapurt að undanförnu en úrslitin féllu þeim í vil í gær og góður 4-2 endurkomusigur Skagaliðsins staðreynd. Það var Kwame Quee sem skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Víking…Lesa meira

true

Stórframkvæmdir ganga vel í Borgarbyggð

Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur á liðnum misserum staðið í stórræðum. Stærstu einstöku framkvæmdir nú um stundir er annars vegar bygging fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi og hins vegar endurbygging skólahúss Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Samkvæmt kostnaðaráætlun eru þessi verk upp á tæpa þrjá milljarðar króna. Kostnaðaráætlun fyrir íþróttahúsið hljóðar upp á tæpar 1800 milljónir króna en skólabyggingin…Lesa meira

true

Sýningin Breytingar á norðurslóðum hefur verið opnuð í Borgarnesi

Rætt stuttlega við Ásthildi einn sýnenda Síðdegis á föstudaginn var opnuð ný sýning í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Ber hún heitið Breytingar á norðurslóðum og er sett upp í samstarfi við rannsóknarhópinn Changes on Northern Shores (CNS). Hópurinn samanstendur af listamönnum og vísindafólki víða að úr heiminum sem á það sameiginlegt að vinna að því…Lesa meira

true

Vélhjólaslys nærri Surtshelli

Síðdegis í gær varð mótorhjólaslys í Hallmundarhrauni í Borgarfirði. Björgunarsveitin Ok var kölluð til að aðstoða við flutning á slösuðum einstaklingi. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis kölluð á vettvang. Flutti hún hinn slasaða á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan ökumannsins.Lesa meira

true

Stórlax úr Miðá í Dölum

Jóhann Unnar Sigurðsson veiðimaður lenti í skemmtilegu ævintýri síðastliðinn föstudagsmorgun þegar hann setti í og landaði 105 cm laxi í Miðá í Dölum. Samkvæmt okkar bókum er þetta stærsti lax sem veiðst hefur í sumar, en nú er einmitt tími stórhænganna að ganga í garð. Laxinn veiddi Jóhann í Hamarshyl og tók hann svarta Frances…Lesa meira

true

Fjölmennir fundir gegn þjóðarmorði í Palestínu

Í gær voru haldnir fundir á sjö stöðum á landinu undir yfirskriftinni; „Þjóð gegn þjóðarmorði.“ Þar mótmælti fólk í þágu stríðshrjáðrar Palestínu. Að skipulagningu fundanna stóðu 185 félög sem hvetja íslenska þjóð til að sýna þeirri palestínsku samstöðu. Þess var krafist að ríkisstjórn Íslands herti aðgerðir sínar í þeirri viðleitni að stöðva þjóðarmorð Ísraels í…Lesa meira