Fréttir
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, formaður Siðmenntar, við fermingarathöfn síðastliðið vor. Ljósm. Haraldur Jónasson

Siðmennt kynnir fermingarfræðslu á hennar vegum

„Fermingarfræðsla Siðmenntar miðar að því að efla unglinga og búa þeim dýrmætt veganesti til framtíðar. Á námskeiðunum er lögð áhersla á að efla sjálfsmynd, hvetja til víðsýni og styðja við jákvætt og uppbyggilegt hugarfar. Fræðslan byggir á húmanískum grunni og skapar vettvang fyrir fermingarbörnin til að takast á við stórar spurningar um lífið og tilveruna. Fermingarfræðslan byggir á fjórum húmanískum stoðum: stofninum, sjálfinu, samfélaginu og samhenginu,“ segir í tilkynningu frá Jónu Maríu Ólafsdóttur verkefnisstjóra Siðmenntar.