Fréttir

Alþjóðlegur dagur læsis er í dag

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis. Á þessum degi er minnt á mikilvægi læsis og hlutverki þess í að skapa það samfélag sem við viljum búa í, samfélag sem er réttlátt með jöfnum tækifærum til frama fyrir börn og ungmenni. Að mati UNESCO skorti að minnsta kosti 739 milljónir ungmenna og fullorðinna um allan heim enn grunnfærni í læsi árið 2024. Fjögur af hverjum tíu börnum á heimsvísu ná ekki lágmarksfærni í lestri og voru 272 milljónir barna og unglinga ekki í skóla árið 2023.