
Eftir að búið er að reisa sperrur sést hvernig nýja íþróttahúsið mun líta út. Ljósm. mm
Stórframkvæmdir ganga vel í Borgarbyggð
Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur á liðnum misserum staðið í stórræðum. Stærstu einstöku framkvæmdir nú um stundir er annars vegar bygging fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi og hins vegar endurbygging skólahúss Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Samkvæmt kostnaðaráætlun eru þessi verk upp á tæpa þrjá milljarðar króna. Kostnaðaráætlun fyrir íþróttahúsið hljóðar upp á tæpar 1800 milljónir króna en skólabyggingin mun kosta um ellefu hundruð milljónir.