Íþróttir
Byrjunarlið Kára á Ólafsvíkurvelli. Ljósm. Kári

Káramenn unnu Vesturlandsslaginn og fjarlægðust fallsætið

Það var að duga eða drepast fyrir Kára frá Akranesi í leik gegn Víkingi í Ólafsvík í gær í annarri deildinni í fótbolta. Gengi Kára hefur verið dapurt að undanförnu en úrslitin féllu þeim í vil í gær og góður 4-2 endurkomusigur Skagaliðsins staðreynd.