Fréttir
Frá mótmælum á Austurvelli í Reykjavík. Ljósm. Vísir/Anton

Fjölmennir fundir gegn þjóðarmorði í Palestínu

Í gær voru haldnir fundir á sjö stöðum á landinu undir yfirskriftinni; „Þjóð gegn þjóðarmorði.“ Þar mótmælti fólk í þágu stríðshrjáðrar Palestínu. Að skipulagningu fundanna stóðu 185 félög sem hvetja íslenska þjóð til að sýna þeirri palestínsku samstöðu. Þess var krafist að ríkisstjórn Íslands herti aðgerðir sínar í þeirri viðleitni að stöðva þjóðarmorð Ísraels í Palestínu.

Fundir voru í Reykjavík þar sem þúsundir mótmæltu. Einnig var komið saman í Stykkishólmi, Hólmavík, á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri og Húsavík.

Fjölmennir fundir gegn þjóðarmorði í Palestínu - Skessuhorn