Fréttir

Ráðherra kynnti fyrirkomulag rjúpnaveiða

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest veiðitímabil rjúpu í ár. Heimilt verður að veiða rjúpu frá og með föstudögum og til og með þriðjudögum á tímabili sem ákveðið er sérstaklega innan hvers veiðisvæðis. Hér á Vesturlandi verður tímabilið frá 24. október til 2. desember. Tímabilið hefst sama dag í öllum landshlutum en lýkur fyrr í nokkrum þeirra; eða 11. nóvember á Suðurlandi og 18. nóvember á Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Á Austurlandi verður hins vegar heimilt að stunda veiðarnar til 22. desember.