Fréttir
Íþróttahúsið í Heiðarborg er til vinstri á myndinni.

Stefnumótun hefjist fyrir Samfélagsmiðstöð í Heiðarborg

Velferðar- og fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar telur mikilvægt að hefja markvissan undirbúning að mótun framtíðarsýnar fyrir Samfélagsmiðstöð í Heiðarborg með það að markmiði að nýta húsnæði íþróttahússins, sem nú er í byggingu í Heiðarborg, sem best. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við íþróttahúsið ljúki í ágúst 2026.