Fréttir

true

Telja beislun vindorkunnar fráleita leið fyrir þjóðina

Á annað hundrað manns mætti á opinn fund um vindorkumál sem Samtökin Sól til framtíðar boðuðu til á Hvanneyri í gærkvöldi. Samtökin voru stofnuð í Borgarnesi í vor. Um er að ræða óháða grasrótarhreyfingu á sviði umhverfismála og er starfssvæðið Borgarfjörður, Mýrar og vestur að Haffjarðará. Fram kom við stofnun samtakanna að þeim væri ætlað…Lesa meira

true

Vísindafólk segir ekki aukna hættu á eldgosi

Almannavarnarnefnd Vesturlands hélt opinn íbúafund í Hjálmakletti í Borgarnesi í gær. Tilefni þessa upplýsingafundar var skjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu og raunar einnig misvísandi skilaboð vísindamanna um túlkun mæligagna í sumar. Fyrr í sumar fullyrti Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur að skjálftavirkni við Grjótárvatn við Mýrar benti til þess að kvika væri að færast ofar í jarðskorpuna…Lesa meira

true

LbhÍ og RML í áframhaldandi samstarf

Á dögunum undirrituðu Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Karvel L Karvelsson framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarsins samkomulag um áframhaldandi samstarf stofnananna, en báðar hafa þær höfuðstöðvar sínar á Hvanneyri. Stofnanirnar hafa á undanförnum árum átt í samstarfi um málefni búgreina og sérstakra faglegra þátta sem snerta landbúnað, landnýtingu og umhverfis- og loftslagsmál. Verkefnin…Lesa meira

true

Vindmælingarmöstur í landi Hróðnýjarstaða skal fjarlægja

Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar hefur áréttað fyrri samþykkt sína frá því í mars um synjun á framlengingu á stöðuleyfi vindmælingarmastra í landi Hróðnýjarstaða. Telur nefndin nauðsynlegt að möstrin verði fjarlægð hið fyrsta. Forsaga málsins eru sú að á sínum tíma fékk fyrirtækið StormOrka ehf. stöðuleyfi fyrir mælingarmöstur vegna fyrirætlana um uppsetningu vindorkuvers í landi Hróðnýjarstaða…Lesa meira

true

Vara við notkun ágengra trjáplantna

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps leggur til að verði af skógrækt í landi Varmalækjar í Borgarfirði, verði breytt áformum um ræktun ágengra plantna. Þetta kemur fram í samþykkt nefndarinnar á dögunum. Líkt og kom fram í frétt Skessuhorns er matsáætlun fyrirhugaðrar skógræktar í landi Varmalækjar nú í umsagnarferli hjá Skipulagsstofnun. Matsáætlunin var tekin til umræðu í…Lesa meira

true

Gefur út bók um baráttu sína vegna veikra hrossa

Bókin „Barist fyrir veik hross – frásögn úr grasrótinni,“ er nýkomin út og til sölu í verslunum. Höfundur hennar er Ragnheiður Jóna Þorgrímsdóttir bóndi á Kúludalsá í Hvalfjarðarsveit, bæ við einn fegursta stað við mynni Hvalfjarðar, skammt austan við þar sem umferðin beygir til austurs eftir að ekið er í norður frá Hvalfjarðargöngum. Í kynningu…Lesa meira

true

Breytingar á gjaldskrá fyrir úrgang í Borgarbyggð

Frá og með 1. september næstkomandi taka gildi breytingar á þjónustu og greiðslufyrirkomulagi á móttökustöðinni úrgangs í Borgarnesi og ný gjaldskrá mun taka gildi. Samhliða verður innleidd rafræn greiðslulausn fyrir fasteignaeigendur í sveitarfélaginu þar sem tiltekin inneign (rafrænt klippikort) fylgir íbúarhúsnæði og sumarhúsum. Kostnaður við rekstur móttökustöðvarinnar og klippikortin verður áfram innheimt með fasteignagjöldum, líkt…Lesa meira

true

Á sjötta hundrað nemendur skráðir í FVA

„Skólastarfið fer vel af stað í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi,“ að sögn Steinunnar Ingu Óttarsdóttur skólameistara. Starfsfólk skólans kom saman á fundi 14. ágúst og fór yfir hagnýt og mikilvæg mál sem snúa að starfseminni, svo sem öryggis-, gæða- og mannauðsmál. „Aðsókn er góð að skólanum, bæði í bóknám, starfsbraut og verknám. Samtals eru 507…Lesa meira

true

Skipulag íbúakosningar í Borgarbyggð og Skorradal frágengið

Íbúakosning í Borgarbyggð og Skorradalshreppi um tillögu samstarfsnendar að sameiningu sveitarfélaganna fer fram dagana 5.-20. september líkt og komið hefur fram í fréttum Skessuhorns.  Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru íbúar í Borgarbyggð í dag 4.295 og í Skorradalshreppi 67. Þann 1. janúar voru íbúar í Borgarbyggð 4.102 og í Skorradalshreppi 65 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni.…Lesa meira

true

Talsvert um óhöpp og slys í vikunni sem leið

Árekstur varð milli flutningabifreiðar og dráttarvélar á Snæfellsnesi í vikunni sem leið. Að sögn lögreglu varð eignatjón og var einn fluttur á brott til aðhlynningar með sjúkrabifreið en meiðsli viðkomandi ekki talin alvaraleg. Þá féll einstaklingur af þaki húss sem hann var að mála í liðinni viku. Var viðkomandi fluttur slasaður á brott með sjúkrabifreið.…Lesa meira