Fréttir

true

Hraðakstur alltof algengur

Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af um 90 ökumönnum í liðinni viku vegna of hraðs aksturs. Einnig voru brot rúmlega hundrað ökumanna mynduð með færanlegri hraðamyndavél embættisins. Einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur og annar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn sem lögregla hafði afskipti af reyndust sviptir ökuréttindum. Ellefu voru…Lesa meira

true

Um tvö hundruð nemendur í FSN

Fjölbrautaskóli Snæfellinga er áfangaskóli í Grundarfirði og rekur auk þess framhaldsdeild á Patreksfirði. Skólinn býður upp á bóknám sem lýkur með stúdentsprófi eftir þrjú ár eða framhaldsskólaprófi sem er lokið á tveimur árum. Nú er boðið upp á nám á átta brautum og er skipting nemenda á haustönn þannig að 34 eru skráðir til náms…Lesa meira

true

Enn eitt árið sem nemendum fjölgar í MB

Í dag eru skráðir 210 nemendur í námi í Menntaskóla Borgarfjarðar og þar af eru 140 skráðir í staðnámi. Skólameistari segir að svo gæti farið að þeim fjölgi enn þegar líður á þessa viku. „Þetta þýðir að nemendum í MB fjölgar eitt árið enn og erum við einstaklega ánægð með þá góðu þróun. Staðan er…Lesa meira

true

Farsímasamband jafn lítið og var

Almannavarnanefnd Vesturlands heldur opinn íbúafund í dag klukkan 16:30 í Hjálmakletti í Borgarnesi. Tilefnið er aukin skjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu. Nú skal upplýsa íbúa um skjálftavirkni, jarðhræringar og viðbrögð. Sem kunnugt er ræða jarðvísindamenn nú hvernig túlka skal þá virkni og hvort virkninni fylgi eldgos á næstu árum og þá hvenær búast megi við…Lesa meira

true

Malbika á Melasveitarvegi á morgun

Fimmtudaginn 21. ágúst er stefnt á að malbika Melasveitarveg, báðar akreinar neðan við bæinn Skorholt. Kaflinn er um 1200 metra langur og verður lokað fyrir umferð um framkvæmdasvæðið á meðan. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp. Áætlað er að framkvæmdirnar munu standa frá 08:00 til 18:00 fimmtudaginn 21. ágúst. „Vegfarendur eru beðnir um að…Lesa meira

true

Framhaldsskólarnir allir að hefja starfsemi

Síðastliðinn föstudag voru nýnemadagar í öllum framhaldsskólunum á Vesturlandi; Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi og Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Kennsla hófst síðan samkvæmt stundaskrá á mánudaginn. Skessuhorn heyrði hljóðið í skólameisturum þessara skóla eins og lesa má um í blaðinu sem kom út í morgun. Fram kemur að nú eru 914 nemendur…Lesa meira

true

Embla Dögg er íbúi ársins

Embla Dögg Bachmann var kosin íbúi ársins á nýliðnum Reykhóladögum. Frá þessu er greint á vef sveitarfélagsins. Þar segir að Embla Dögg hafi í annað sinn verið framkvæmdastjóri Reykhóladaga og sé óhætt að segja að henni hefur farist það framúrskarandi vel úr hendi. „Hún er drífandi, lausnamiðuð og með létta lund, það virkar vel til…Lesa meira

true

Sveitarstjórnarkosningar og Eurovisjón sama dag

Tilkynnt var í morgun að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva yrði haldin í Wiener Stadthalle, stærstu tónleikarhöll Vínar í Austurríki, á næsta ári. Heimildin greinir frá. Lokakvöldið fer fram 16. maí en sama dag verða haldar sveitarstjórnarkosningar hér á landi. Samkvæmt vef Landskjörstjórnar fara sveitarstjórnarkosningar fram þriðja laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir…Lesa meira

true

Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabankans gaf í morgun út ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum í 7,5% og þar með stöðvun vaxtalækkunarferlisins. Í yfirlýsingu stofnunarinnar segir að verðbólga hefði verið 4% í júlí og hefði hjaðnað um 0,2 prósentustig frá mánuðinum á undan. Samkvæmt nýbirtri spá myndi hún aukast aftur á næstu mánuðum en síðan taka að hjaðna…Lesa meira

true

Fjórir leikmann Skagaliða í leikbann

Aganefnd KSÍ úrskurðaði í gær fjóra leikmenn liða af Akranesi í leikbann á fundi sínum. Baldvin Þór Berndsen leikmaður meistaraflokks ÍA var úrskurðaður í eins leiks bann vegna brottvísunar í leik gegn Víkingi. Hann missir því af leik við ÍBV sem fram fer í Vestmannaeyjum um aðra helgi. Þá voru Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson, Marteinn Theodórsson…Lesa meira