
Malbika á Melasveitarvegi á morgun
Fimmtudaginn 21. ágúst er stefnt á að malbika Melasveitarveg, báðar akreinar neðan við bæinn Skorholt. Kaflinn er um 1200 metra langur og verður lokað fyrir umferð um framkvæmdasvæðið á meðan. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp. Áætlað er að framkvæmdirnar munu standa frá 08:00 til 18:00 fimmtudaginn 21. ágúst. „Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum,“ segir í tilkynningu frá Colas.