Fréttir
Hrafnhildur skólameistari FSN ræðir við nýnema sl. föstudag. Ljósm. aðsend

Um tvö hundruð nemendur í FSN

Fjölbrautaskóli Snæfellinga er áfangaskóli í Grundarfirði og rekur auk þess framhaldsdeild á Patreksfirði. Skólinn býður upp á bóknám sem lýkur með stúdentsprófi eftir þrjú ár eða framhaldsskólaprófi sem er lokið á tveimur árum. Nú er boðið upp á nám á átta brautum og er skipting nemenda á haustönn þannig að 34 eru skráðir til náms á félags- og hugvísindabraut, 19 á framhaldsskólabraut 2, 15 á íþrótta- og lýðheilsubraut, 18 á náttúru- og raunvísindabraut, fimm á nýsköpunar- og frumkvöðlabraut, 84 á opna braut, þrír á starfsbraut og fimm í viðbótarnám til stúdentsprófs. Alls eru því 197 nemendur skráðir til náms.

Um tvö hundruð nemendur í FSN - Skessuhorn