Fréttir

Framhaldsskólarnir allir að hefja starfsemi

Síðastliðinn föstudag voru nýnemadagar í öllum framhaldsskólunum á Vesturlandi; Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi og Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Kennsla hófst síðan samkvæmt stundaskrá á mánudaginn. Skessuhorn heyrði hljóðið í skólameisturum þessara skóla eins og lesa má um í blaðinu sem kom út í morgun. Fram kemur að nú eru 914 nemendur skráðir í þessa þrjá framhaldsskóla á Vesturlandi.

Framhaldsskólarnir allir að hefja starfsemi - Skessuhorn