Fréttir

Enn eitt árið sem nemendum fjölgar í MB

Í dag eru skráðir 210 nemendur í námi í Menntaskóla Borgarfjarðar og þar af eru 140 skráðir í staðnámi. Skólameistari segir að svo gæti farið að þeim fjölgi enn þegar líður á þessa viku. „Þetta þýðir að nemendum í MB fjölgar eitt árið enn og erum við einstaklega ánægð með þá góðu þróun. Staðan er sú að við höfum lokað fyrir umsóknir í marga áfanga, þar sem þeir eru fullsetnir, sem er ánægjulegur vandi,“ segir Bragi Þór Svavarsson skólameistari. „Við í Menntaskóla Borgarfjarðar búum við það að hér er mjög sterkur starfsmannahópur og ekki miklar breytingar milli ára. Í ár tekur til starfa Kristín Amelía Þuríðardóttir í hlutastarf á Starfsbraut en þar hefur nemendum fjölgað og eru skráðir ellefu nemendur þetta skólaárið. Annars er mikill stöðugleiki milli ára og vant og gott fólk í hverju rými ef svo má segja.“

Enn eitt árið sem nemendum fjölgar í MB - Skessuhorn