Fréttir
Wiener Stadthalle í Austurríki.

Sveitarstjórnarkosningar og Eurovisjón sama dag

Tilkynnt var í morgun að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva yrði haldin í Wiener Stadthalle, stærstu tónleikarhöll Vínar í Austurríki, á næsta ári. Heimildin greinir frá. Lokakvöldið fer fram 16. maí en sama dag verða haldar sveitarstjórnarkosningar hér á landi. Samkvæmt vef Landskjörstjórnar fara sveitarstjórnarkosningar fram þriðja laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu. Beri sveitarstjórnarkosningar upp á laugardag fyrir hvítasunnu skal kjördegi flýtt um eina viku. 62 sveitarfélög eru nú á Íslandi og kosið verður um sveitarstjórnir í þeim öllum. Vera kann að sveitarfélögum hafi fækkað þá í ljósi sameiningarviðræðna og kosninga um þær á næstu mánuðum.

Sveitarstjórnarkosningar og Eurovisjón sama dag - Skessuhorn