Fréttir

true

Skagafólk sæmt heiðursmerki Sundsambands Íslands

Á ársþingi Sundsambands Íslands sem fram fór síðastliðinn laugardag voru nokkrir Skagamenn sæmdir heiðursmerki sambandsins fyrir störf sín í þágu sundhreyfingarinnar. Silfurmerki sundsambandsins fengu þau Ágúst Júlíusson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Kári Geirlaugsson. Ágúst er fyrrum formaður Sundfélags Akraness og á langan sundferil að baki og tók þátt í ófáum landsliðsverkefnum. Arnheiður er yfirdómari í sundi,…Lesa meira

true

Hefja undirbúning að stækkun íþróttahúss samhliða byggingu fjölnota húss

Það er skammt stórra högga á milli hjá sveitarfélaginu Borgarbyggð hvað snertir byggingu íþróttamannvirkja. Nýverið var fyrsta skóflustungan tekin að nýju fjölnota íþróttahúsi við Skallagrímsvöll í Borgarnesi og framkvæmdir við það að hefjast. Áætlað er að framkvæmdum ljúki haustið 2026. En það verður ekki eina verkefnið á svæðinu. Síðastliðinn fimmtudag samþykkti byggðarráð að fela byggingarnefnd…Lesa meira

true

Ætla að ráðast í lagfæringar á sparkvellinum á Hvanneyri

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag var erindi lagt fram um sparkvöllinn á Hvanneyri, ástand hans og erindi um endurbætur. „Byggðarráð tekur undir með íbúum á Hvanneyri að tímabært er að endurnýja gervigrasvöllinn á Hvanneyri. Hann er mikið notaður í frístundum, íþróttastarfi og leik barna í tengslum við skólastarf. Kynnt var ítarleg kostnaðaráætlun og lögð…Lesa meira

true

Ætla að stofna sérlóð og bjóða gamla Hamarsbæinn til sölu

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar á fimmtudaginn var til umræðu gamla íbúðarhúsið á Hamri við Borgarnes og framtíð þess. Eins og kunnugt er hefur ekki verið föst búseta í húsinu í áratugi en Golfklúbbur Borgarness nýtti það sem klúbbhús eftir að hafa gert það upp frá 1979. Núverandi leigusamningur um húsið var gerður 2003 og rennur…Lesa meira

true

Rauða fjöðrin seld til styrktar Píeta samtökunum

Landssöfnun Lionshreyfingarinnar og Píeta samtakanna, Rauða fjöðrin, fer fram dagana 3.-6. apríl nk. Allur ágóði rennur til Píeta samtakanna og til sjálfsvígsforvarna ungs fólks. Lionsfélagar munu verða sýnilegir og selja fjöðrina um allt land. Einnig munu Nettó verslanir Samkaupa vera með Rauðu fjöðrina til sölu við afgreiðslukassana. Á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi verður rauða fjöðrin…Lesa meira

true

Bent á háa ölduhæð á stórstraumsflóði í fyrramálið

Vegagerðin bendir á að á stórstraumsflóði í fyrramálið gæti ölduhæð á Akranesi orðið ríflega sjö metrar. Þó er bent á að samanborið við það sem gekk á um síðustu mánaðamót, þegar sjór gekk víða á land, er úthafsaldan nú ekki á sama skala og vindátt auk þess sunnanstæðari. Sjávarstaðan er engu að síður svipuð. Líkur…Lesa meira

true

Austan hríð gengur yfir landið síðdegis – gul viðvörun vestanlands

Gul viðvörun er í gildi frá klukkan 15 í dag og til kl. 19 vegna austan hríðar sem þá gengur yfir. Spáð er að gangi í austan og suðaustan 13-20 m/s eftir hádegi með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands og síðar rigningu, hvassast syðst á landinu. Vegagerðin bendir á að um tíma gæti vindhraði…Lesa meira

true

Veiðar vega þyngst í Snæfellsbæ en vinnslan í Grundarfirði

Ríkisstjórnin hefur boðað umdeildar breytingar á útreikningum veiðigjalds og samkvæmt áætlunum mun það tvöfaldast, fara úr 10 í 20 milljarða króna á ári m.v. forsendur síðasta álagningarárs (2024). Búast má við að þetta muni hafa neikvæð áhrif á atvinnugreinina og hafa sumir fært rök fyrir því að þau verði meiri á fiskvinnsluna en fiskveiðarnar. Af…Lesa meira

true

Kosið um verkfall í stóriðjunni á Grundartanga

Fram kemur í tveimur tilkynningum á vef Verkalýðsfélags Akraness í dag að framundan er kosning um verkfallsboðun bæði hjá starfsmönnum Elkem Ísland og Norðuráls á Grundartanga. Kjarasamningur við Elkem var felldur í atkvæðagreiðslu með 58% greiddra atkvæða starfsmanna. Þá eru liðnir þrír mánuðir frá því að kjarasamningur starfsmanna Norðuráls rann út og hefur ekkert þokast…Lesa meira

true

Ný stjórn tekin við í Mæðrastyrksnefnd Akraness

Á aðalfundi í Mæðrastyrksnefnd Akraness í gær var ný stjórn kosin. Í henni sitja Ingunn Hallgrímsdóttir, Sandra Björk, Herdís Jónsdóttir, Rósa Sigurbjörnsdóttir og Sigrún Ríkharðsdóttir sem jafnframt er formaður. Tekur hún við keflinu af Maríu Ólafsdóttir sem stýrt hefur nefndinni undanfarin ár. Að sögn kvennanna í nýrri stórn verður fyrsta verkefni að reyna að finna…Lesa meira