
Ólafsvíkurhöfn. Ljósm. mm
Veiðar vega þyngst í Snæfellsbæ en vinnslan í Grundarfirði
Ríkisstjórnin hefur boðað umdeildar breytingar á útreikningum veiðigjalds og samkvæmt áætlunum mun það tvöfaldast, fara úr 10 í 20 milljarða króna á ári m.v. forsendur síðasta álagningarárs (2024). Búast má við að þetta muni hafa neikvæð áhrif á atvinnugreinina og hafa sumir fært rök fyrir því að þau verði meiri á fiskvinnsluna en fiskveiðarnar.