
Bent á háa ölduhæð á stórstraumsflóði í fyrramálið
Vegagerðin bendir á að á stórstraumsflóði í fyrramálið gæti ölduhæð á Akranesi orðið ríflega sjö metrar. Þó er bent á að samanborið við það sem gekk á um síðustu mánaðamót, þegar sjór gekk víða á land, er úthafsaldan nú ekki á sama skala og vindátt auk þess sunnanstæðari. Sjávarstaðan er engu að síður svipuð. Líkur eru taldar á að það gefi yfir varnargarða og má búast við ágjöf frá klukkan 6 til 9 í fyrramálið.