Fréttir

Austan hríð gengur yfir landið síðdegis – gul viðvörun vestanlands

Gul viðvörun er í gildi frá klukkan 15 í dag og til kl. 19 vegna austan hríðar sem þá gengur yfir. Spáð er að gangi í austan og suðaustan 13-20 m/s eftir hádegi með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands og síðar rigningu, hvassast syðst á landinu. Vegagerðin bendir á að um tíma gæti vindhraði í hviðum við Hafnarfjall og á Kjalarnesi farið yfir 40 metra á sekúndu, en það ástand mun þó standa stutt yfir.

Fyrir spásvæðin Faxaflóa og Breiðafjörð er gert ráð fyrir austan 13-18 m/s og snjókomu með lélegu skyggni, jafnvel skafrenningi, einkum á fjallvegum. Varasöm akstursskilyrði.

Austan hríð gengur yfir landið síðdegis - gul viðvörun vestanlands - Skessuhorn