Fréttir

true

Skallagrímur sigraði Hamar í Mjólkurbikar karla

Skallagrímur úr Borgarnesi lék gegn Hamri frá Hveragerði í 1. umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á sunnudaginn, en leikið var á gervigrasi Þróttar í Laugardalnum. Hamar leikur í 4. deild í sumar á meðan Skallagrímur situr í 5. deild. Aðstæður voru erfiðar þegar leikurinn var flautaður á en ansi mikill vindur ásamt slabbi á gervigrasinu…Lesa meira

true

Ansi vel gerður Gauragangur í Bíóhöllinni

Leiklistarklúbburinn Melló í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi frumsýndi söngleikinn Gauragang síðasta föstudag í Bíóhöllinni. Unglingasagan Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson kom út árið 1988 og sjálfstætt framhald sögunnar, Meiri gauragangur, kom svo út þremur árum síðar. Eins og fram kemur í veglegri leikskrá Melló fjallar Gauragangur um Orm Óðinsson sem er 16 ára og rétt…Lesa meira

true

Magnús Engill besti leikmaður Skallagríms

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hélt nýverið lokahóf sitt á veitingastaðnum Grillhúsinu í Borgarnesi, en tímabilinu lauk 17. mars. Orri Jónsson var valinn bæði varnarmaður ársins og liðsfélagi ársins en Magnús Engill Valgeirsson var valinn leikmaður ársins. Orri Jónsson tilkynnti það að hann hafi nú lagt körfuboltaskó sína á hilluna og var hann heiðraður með lófaklappi og blómum.…Lesa meira

true

Stuðmenn heimsóttu MB

Lokasýningar leikhópsins Kopar, á sýningunni Með allt á hreinu, voru í gær í Hjálmakletti en sýningarnar hafa fengið frábærar viðtökur. Þrír meðlimir Stuðmanna mættu á lokasýninguna í gær en það voru þeir Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon og Þórður Árnason en allir léku þeir í kvikmyndinni Með allt á hreinu frá árinu 1982.Lesa meira

true

Stórsigur Kára á KFS í Mjólkurbikarnum

Kári og KFS áttust við í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikið í Akraneshöllinni. Tvær deildir eru á milli liðanna á Íslandsmótinu í sumar, Kári spilar í annarri deild og KFS í þeirri fjórðu. Káramenn komu af krafti inn í leikinn og uppskáru mark strax á sjöttu mínútu. Benjamín Mehic…Lesa meira

true

Rúta og fleiri bílar lentu útaf í gær

Leiðindaveður var á Snæfellsnesvegi síðdegis í gær en á ferðalagi blaðamanns frá Stykkishólmi höfðu nokkrar bifreiðar lent utan vegar sem rekja má til erfiðra akstursskilyrða; sviptivinds, hálku og slabbs á veginum. Bíll var utan vegar á Vatnaleið og annar við Kleifá í Miklaholtshreppi. Steinsnar frá ánni var rúta sem hafði lent út af. Starfsmenn og…Lesa meira

true

Ragnar Guðmundsson kveður Rarik eftir 52 ára starf

Terta var á borðum í húsnæði Rarik í Borgarnesi í morgun en tilefnið var síðasti vinnudagur Ragnars Guðmundssonar hjá fyrirtækinu. „Ég fer bráðum á sjó og svo verð ég eitthvað að leika mér,“ sagði Ragnar þegar blaðamaður Skessuhorns leit við í morgun og ræddi við kappann í tilefni dagsins. Ragnar er skipstjóri á handfærabátnum Ríkeyju…Lesa meira

true

Skagakonur Lengjubikarsmeistarar 2025

Grindavík/Njarðvík og ÍA mættust í gær í næstsíðustu umferð í B deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu og var leikurinn í Nettóhöllinni í Reykjanesbæ. Skagakonur höfðu unnið alla fimm leiki sína til þessa og gátu með jafntefli eða sigri tryggt sér sigur í deildinni. Skagakonur byrjuðu leikinn ágætlega og sköpuðu sér nokkur hálffæri án þess að…Lesa meira

true

Snæfell hársbreidd frá sigri í fyrsta leik

Snæfell í Stykkishólmi heimsótti á laugardaginn Hamar í Hveragerði í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum 1. deildar karla í körfubolta. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í fjögurra liða úrslit. Gestirnir frá Stykkishólmi mættu af krafti á fyrstu mínútum leiksins og voru komnir í 2-11 þegar lítið var liðið á leikinn. Heimamenn…Lesa meira

true

Lífið kviknar á miðstigi í Heiðarskóla

Á miðstigi Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit var ákveðið að hefja spennandi og lærdómsríkt verkefni; að unga út páskaungum. Fyrstu ungarnir tóku að klekjast út úr útungunarvélinni mánudaginn 24. mars, við mikla eftirvæntingu nemenda og starfsfólks. Það er alltaf sérstök upplifun að fylgjast með lífi kvikna, þó ferlið geti einnig falið í sér áskoranir og sorg þegar…Lesa meira