Fréttir
Hér er verið að draga rútuna upp á þjóðveg aftur. Ljósm. hig

Rúta og fleiri bílar lentu útaf í gær

Leiðindaveður var á Snæfellsnesvegi síðdegis í gær en á ferðalagi blaðamanns frá Stykkishólmi höfðu nokkrar bifreiðar lent utan vegar sem rekja má til erfiðra akstursskilyrða; sviptivinds, hálku og slabbs á veginum. Bíll var utan vegar á Vatnaleið og annar við Kleifá í Miklaholtshreppi. Steinsnar frá ánni var rúta sem hafði lent út af. Starfsmenn og bifreiðar frá BB & sonum voru kallaðir til og gekk vel að ná rútunni aftur upp á veg. Engan sakaði.

Rúta og fleiri bílar lentu útaf í gær - Skessuhorn