
Páskaungarnir við leik. Ljósm. Heiðarskóli
Lífið kviknar á miðstigi í Heiðarskóla
Á miðstigi Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit var ákveðið að hefja spennandi og lærdómsríkt verkefni; að unga út páskaungum. Fyrstu ungarnir tóku að klekjast út úr útungunarvélinni mánudaginn 24. mars, við mikla eftirvæntingu nemenda og starfsfólks. Það er alltaf sérstök upplifun að fylgjast með lífi kvikna, þó ferlið geti einnig falið í sér áskoranir og sorg þegar ekki tekst hjá öllum eggjum. Verkefnið gefur nemendum einstakt tækifæri til að kynnast lífsferli fugla með beinum hætti, frá eggi til hænu.