Fréttir
Hamarshúsið meðan Golfklúbbur Borgarness var þar með aðstöðu sína auk þess sem gistihús og veitingasala var í húsinu. Ljósm. úr safni.

Ætla að stofna sérlóð og bjóða gamla Hamarsbæinn til sölu

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar á fimmtudaginn var til umræðu gamla íbúðarhúsið á Hamri við Borgarnes og framtíð þess. Eins og kunnugt er hefur ekki verið föst búseta í húsinu í áratugi en Golfklúbbur Borgarness nýtti það sem klúbbhús eftir að hafa gert það upp frá 1979. Núverandi leigusamningur um húsið var gerður 2003 og rennur út í árslok 2028. Í húsinu var í áratugi klúbbhús golfara í Borgarnesi en í því var einnig af ýmsum staðarhöldurum rekin veitingasala og gistiþjónusta. Samþykkt var tillaga á fundi byggðarráðs í síðustu viku að fela sveitarstjóra að stofna lóð um húsið og leita tilboða í kaup á því. Samhliða að gert verði samkomulag við golfklúbbinn um uppgjör á leigusamningi.

Ætla að stofna sérlóð og bjóða gamla Hamarsbæinn til sölu - Skessuhorn