Fréttir

true

Þriðjungs lækkun á ráðlögðum grásleppuafla

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að veiðar á grásleppu fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 2.760 tonn. Er það um 32% lækkun milli ára. Ráðgjöfin byggir að mestu á stofnvísitölu úr stofnmælingu botnfiska í mars 2025 en einnig frá árinu á undan. Vísitala þessa árs var sú næst lægsta síðan að mælingar hófust 1985. Vísitala síðasta árs var…Lesa meira

true

Áætla að ljúka byggingu nýs leikskóla árið 2027

Hvalfjarðarsveit bauð í febrúar á þessu ári út hönnun nýs leikskóla og var níu aðilum boðið að taka þátt en alls bárust fimm tilboð. Opnunarfundur var haldinn 11. mars sl. og hljóðaði tilboð lægstbjóðanda, Andrúms arkitekta, upp á 19,7 milljónir króna en kostnaðaráætlun sveitarfélagsins var 30 milljónir. Fram kemur á vef Hvalfjarðarsveitar að staðsetning nýs…Lesa meira

true

Auglýsa störf dýralækna í dreifðum byggðum

Matvælastofnun hefur auglýst eftir sjálfstætt starfandi dýralæknum til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu í dreifðum byggðum landsins. Í reglugerð sem stuðst er við á að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr á landssvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður og/eða verkefni dýralækna af skornum skammti. Eitt þessara landssvæða, nefnt…Lesa meira

true

Fundadagur hjá sveitarstjórnarfólki á Vesturlandi

Í gær fóru fram aðalfundir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og undirstofnana á Hótel Hamri í Borgarnesi. Þar á seturétt sveitarstjórnarfólk úr landshlutanum og mættu 25 af 27 á fundinn auk sveitar- og bæjarstjóra og starfsfólks samtakanna. Fyrir hádegi voru aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Eftir hádegi fór síðan aðalfundur SSV…Lesa meira

true

Ungmenni af Vesturlandi taka þátt í Músíktilraunum

Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur að þessu sinni yfir dagana 27. mars til 6. apríl og fram fer í Hörpu í Reykjavík.. Ungmenni á aldrinum 13 til 25 ára geta skráð sig til leiks en í ár taka nokkur ungmenni þátt frá Vesturlandi. Blaðamaður Skessuhorns heyrði í þessu unga og efnilega tónlistarfólki. Bjarki Berg Bjarki…Lesa meira

true

Snæfell undirbýr sig fyrir úrslitakeppni

Snæfell heimsækir Hamar í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfubolta næstkomandi laugardag, en um er að ræða átta liða úrslit 1. deildar karla og fer eitt lið upp ásamt deildarmeisturum ÍA í Bónus deildina á næsta tímabili. „Við komum inn í úrslitakeppnina með tvær framlengingar á bakinu á móti hörku liðum. Síðasti leikurinn í…Lesa meira

true

Læknir kom honum á sporið í fluguhnýtingum

Rætt við Jóhann Ólaf sem byrjaði fluguhnýtingar eftir alvarlegt bílslys haustið 2022 Jóhann Ólafur Björnsson er fráskilinn 35 ára, þriggja barna faðir á Akranesi. Hann býr í kjallara eldra húss við Suðurgötu en á efri hæðinni býr fyrrum eiginkona og þrjú börn þeirra; fimm, sjö og tíu ára að aldri. Forræðið er sameiginlegt með börnunum…Lesa meira

true

Söngleikurinn Gauragangur frumsýndur í Bíóhöllinni

Leiklistarklúbburinn Melló í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi frumsýnir söngleikinn Gauragang föstudaginn 28. mars næstkomandi í Bíóhöllinni. Einar Viðarsson er leikstjóri, Elfa Margrét Ingvadóttir sér um tónlistarstjórn og Sandra Ómarsdóttir um öll dansatriði. Gauragangur hefur tvisvar áður verið sýndur af nemendum FVA, fyrst árið 2004 og síðan tíu árum síðar eða 2014 og var þá leikstýrt…Lesa meira

true

Íbúaþing fór fram á Reykhólum

Um liðna helgi var íbúaþing haldið á Reykhólum. Það var upphaf þátttöku Reykhólahrepps í verkefninu Brothættar byggðir, sem er leitt af Byggðastofnun en Vestfjarðastofa er einnig þátttakandi. Verkefnisstjóri er Embla Dögg Bachmann á Reykhólum og stjórn verkefnisins skipa fulltrúar Byggðastofnunar; Helga Harðardóttir og Kristján Þ. Halldórsson, frá Vestfjarðastofu Aðalsteinn Óskarsson, fulltrúi sveitarstjórnar Reykhólahrepps er Hrefna…Lesa meira

true

Snjallverslun Krónunnar mætt á Akranes

Bæjarbúar á Akranesi geta nú pantað matvöru í gegnum Snjallverslun Krónunnar og fengið sent heim að dyrum. Krónan er fyrsta verslunin til að bjóða upp á slíka snjallþjónustu en því skal haldið til haga að Einarsbúð á Akranesi hefur í áratugi ekið með vörur heim til viðskiptavina sinna sem hringja inn pantanir. Í tilkynningu frá…Lesa meira