
Staða þjónustudýralæknis á svæði 1 nær m.a. yfir Helgafellssveit þar sem meðfylgjandi mynd er tekin. Ljósm. úr safni/sá
Auglýsa störf dýralækna í dreifðum byggðum
Matvælastofnun hefur auglýst eftir sjálfstætt starfandi dýralæknum til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu í dreifðum byggðum landsins. Í reglugerð sem stuðst er við á að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr á landssvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður og/eða verkefni dýralækna af skornum skammti. Eitt þessara landssvæða, nefnt þjónustusvæði 1, nær yfir Eyja- og Miklaholtshrepp, Snæfellsbæ, Grundafjarðarbæ, Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ.