
Nýi leikskólinn verður staðsettur við Innrimel í Melahverfi. Ljósm. hvalfjardarsveit.is
Áætla að ljúka byggingu nýs leikskóla árið 2027
Hvalfjarðarsveit bauð í febrúar á þessu ári út hönnun nýs leikskóla og var níu aðilum boðið að taka þátt en alls bárust fimm tilboð. Opnunarfundur var haldinn 11. mars sl. og hljóðaði tilboð lægstbjóðanda, Andrúms arkitekta, upp á 19,7 milljónir króna en kostnaðaráætlun sveitarfélagsins var 30 milljónir. Fram kemur á vef Hvalfjarðarsveitar að staðsetning nýs leikskólahúsnæðis er fyrirhuguð norður af nýju leiksvæði, Vinavelli, við Innrimel í Melahverfi. Gert er ráð fyrir að aðkoma að svæðinu verði a.m.k. fyrst um sinn um götuna Innrimel en unnið er að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið.