Fréttir

true

Bílaverkstæði Badda flytur sig um set í sumar

Bílaverkstæði Badda hóf rekstur í júní árið 2017 í leiguhúsnæði á Dalbraut 2c á Akranesi og hefur því verið starfandi þar í næstum átta ár. Nú er komið að tímamótum hjá eigendum fyrirtækisins sem eru hjónin Bjarni Rúnar Jónsson og Sigrún Mjöll Stefánsdóttir. Eftir að hafa horft fram á það að þau væru að missa…Lesa meira

true

Úthlutað úr Húsafriðunarsjóði – 17 styrkir á Vesturland

Minjastofnun Íslands bárust 242 umsóknir um styrki úr Húsafriðunarsjóði vegna verkefna á þessu ári, samtals að upphæð 1.243 milljónir króna. Styrkir eru veittir til 178 verkefna, samtals að upphæð 265,5 milljónir. Til Vesturlands renna alls 17 styrkir, samkvæmt meðfylgjandi samantekt: Friðlýstar kirkjur Álftaneskirkja á Mýrum fær 5.000.000 kr., Hvanneyrarkirkja 1.000.000 kr., Leirárkirkja í Leirársveit 500.000…Lesa meira

true

Lagt til að skagalif.is verði lokað

Á fundi skóla- og frístundaráðs Akraneskaupstaðar síðastliðinn föstudag var lögð fram tillaga frá Veru Líndal Guðnadóttur, verkefnastjóra menningar- og safnamála, um að vefsíðunni skagalif.is verði lokað. Fram kemur í fundargerð að síðan endurtaki að mestu það efni sem þegar er til staðar á aðalsíðu bæjarins, akranes.is. Með lokun skagalif.is sparast fjármagn sem annars fer í…Lesa meira

true

Maðurinn á batavegi

Fréttavefurinn mbl.is hefur eftir Bergþóri Jóhannssyni forstjóra Hagtaks, sem vinnur við lengingu aðalhafnargarðsins á Akranesi, að starfsmaður fyrirtækisins sem lenti í Akraneshöfn að morgni mánudagsins 3. mars, sé nú á batavegi. Eftir slysið var manninum, sem er 63 ára, haldið sofandi í öndunarvél. Nú er búið að vekja hann og til stendur að flytja hann…Lesa meira

true

SSV fær styrk til tveggja byggðaverkefna í Dalabyggð

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum króna til þrettán fjölbreyttra verkefna á landsbyggðinni sem ætlað er að efla byggðir. Framlag til styrkjanna kemur af byggðaáætlun. Alls bárust nítján umsóknir fyrir um 437 m.kr. en heildarkostnaður verkefnanna var rúmlega 800 m.kr. Tvö þessara verkefna eru á Vesturlandi og snerta Dalabyggð.…Lesa meira

true

Sveitarfélög þurfa að gera ráðstafanir til að mæta nýjum kjarasamningum

Ljóst er að kjarasamningar sem sveitarfélögin í landinu skrifuðu undir við kennara fyrr í mánuðinum munu kosta þau meira en almennt hafði verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun þeirra fyrir árið 2025. Samningarnir hafa nú verið samþykktir af báðum málsaðilum. Samkvæmt þeim hækka laun á samningstímanum um 24,5% sem er töluvert umfram aðra kjarasamninga sem…Lesa meira

true

Skíðadeild UMFG hyggst byggja nýtt aðstöðuhús

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Grundarfjarðarbæjar síðasta miðvikudag var lagt fram erindi Skíðadeildar UMFG. Þar kemur fram að skíðadeildin hyggst fjarlægja núverandi aðstöðuhús og byggja nýtt og stærra aðstöðuhús á sama stað. Með erindinu fylgdi uppdráttur að húsinu og önnur gögn. Um er að ræða stálgrindarhús klætt með yleiningum. Reynt verður að láta húsið falla…Lesa meira

true

Rósa Guðrún með útgáfutónleika í Kaldalóni á laugardaginn

Tónlistarkonan Rósa Guðrún Sveinsdóttir fagnar útgáfu annarrar plötu sinnar laugardaginn 15. mars kl. 20 með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu. Þar mun einnig fyrstu plötu hennar, Strengur Stranda, verða gerð skil þar sem sú plata fagnaði tíu ára útgáfuafmæli á síðasta ári. Rósa Guðrún er söngkona, baritónsaxófón- og flautuleikari en hún varð fyrst á Íslandi…Lesa meira

true

Áætlanir um Upplifunargarð í Borgarnesi settar á ís

Latibær stendur á tímamótum á þessu ári og heldur upp á 30 ára afmælið sitt. Frumkvöðullinn Magnús Scheving og félög tengd honum keyptu aftur alla Latabæjar sjónvarpsþættina á 27 tungumálum og öll hugverkaréttindi Latabæjar um heim allan. Þá hefur í nokkur ár verið til skoðunar að setja upp Upplifunargarð í Borgarnesi, heimabæ Magnúsar. Í tilkynningu…Lesa meira

true

Færri komust að en vildu á Kútmagakvöldi Lions í Grundarfirði

Síðastliðinn laugardagskvöld var árlegt Kútmagakvöld Lionsklúbbs Grundarfjarðar haldið í sal FSN. Viðburðurinn er jafnan stærsta fjáröflun klúbbsins og hefur vaxið ár frá ári. Fyrstu árin var komið saman í Samkomuhúsinu en nú dugar ekkert minna en salur FSN. Á hátíð þessari er engu til sparað í mat þar sem ljúffengt sjávarfang er í öndvegi. Auk…Lesa meira