
Matreiðslusnillingarnir með fjölbreytt hlaðborð sjávarfangs og að sjálfsögðu hina frægu kútmaga einnig. Ljósm. sá
Færri komust að en vildu á Kútmagakvöldi Lions í Grundarfirði
Síðastliðinn laugardagskvöld var árlegt Kútmagakvöld Lionsklúbbs Grundarfjarðar haldið í sal FSN. Viðburðurinn er jafnan stærsta fjáröflun klúbbsins og hefur vaxið ár frá ári. Fyrstu árin var komið saman í Samkomuhúsinu en nú dugar ekkert minna en salur FSN. Á hátíð þessari er engu til sparað í mat þar sem ljúffengt sjávarfang er í öndvegi. Auk þess var happdrætti og skemmtun. Veislustjóri var Gísli Einarsson. Í ár ákvað lionsfólk að ágóði af kvöldinu rynni til skotfélagsins og golfklúbbsins en bæði félögin standa í stórræðum við framkvæmdir og uppbyggingu.