Fréttir
Byrjað er að grafa fyrir grunninum. Ljósm. sms

Bílaverkstæði Badda flytur sig um set í sumar

Bílaverkstæði Badda hóf rekstur í júní árið 2017 í leiguhúsnæði á Dalbraut 2c á Akranesi og hefur því verið starfandi þar í næstum átta ár. Nú er komið að tímamótum hjá eigendum fyrirtækisins sem eru hjónin Bjarni Rúnar Jónsson og Sigrún Mjöll Stefánsdóttir. Eftir að hafa horft fram á það að þau væru að missa húsnæðið fannst þeim ekkert annað í stöðunni en að byggja nýtt verkstæði sem verður rétt hjá heimili þeirra við Ásklöpp í Hvalfjarðarsveit.

Bílaverkstæði Badda flytur sig um set í sumar - Skessuhorn