Fréttir

true

Nokkuð um umferðaróhöpp samkvæmt dagbók lögreglu

Fram kemur í dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi að nokkur umferðaróhöpp urðu í liðinni viku. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Klofningsvegi í Dölum með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði utan vegar og valt en á vettvangi var krap á veginum og aðstæður til aksturs slæmar. Ökumaður taldi sig óslasaðan en fór til skoðunar á…Lesa meira

true

Landlæknisembættið vill breyta mataræði landsmanna

Meiri ávexti og grænmeti og minna rautt kjöt og alls ekki unnar kjötvörur „Við þurfum að stefna að því að gera holla valkostinn að auðveldasta kostinum,“ sagði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í ræðu sem hún flutti á sínum gamla vinnustað; landlæknisembættinu. Hjá embættinu voru kynntar nýjar íslenskar ráðleggingar um mataræði. Slíkar ráðleggingar voru fyrst gefnar…Lesa meira

true

Hrindir af stað átaki til jarðhitaleitar – kynning í streymi klukkan 13 í dag

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að efnt verði til sérstaks átaks í leit og nýtingu jarðhita. Átakið beinist að leit og nýtingu jarðhita á svo nefndum köldum svæðum, þar sem húsnæði er hitað upp með rafmagni eða olíu. Verður þetta stærsta jarðhitaátak sem stjórnvöld hafa skipulagt á þessari öld. Í dag…Lesa meira

true

Kristín er nýr formaður Kraftlyftingafélags ÍA

Aðalfundur Kraftlyftingafélags ÍA var haldin í vikunni og fóru þar fram kosningar nýrrar forystu. Einar Örn Guðnason steig niður sem formaður félagsins og Kristín Þórhallsdóttir tók við keflinu. Kristín hefur keppt undir merkjum ÍA í mörg ár og hefur þrívegis verið kjörin Íþróttamaður Akraness, eða árin 2020-2022.Lesa meira

true

Baldur sendur í slipp

Breiðafjarðarferjan Baldur verður frá siglingum 17. mars næstkomandi til 16. apríl vegna slipptöku. Skemmtiferðaskipið Særún mun sigla í fjarveru Baldurs, til Flateyjar frá Stykkishólmi þrjá daga vikunnar, en hægt er að finna frekari upplýsingar inni á saeferdir.isLesa meira

true

Mikið um hraðakstur í vikunni

Í umdæmi lögreglunnar á Vesturalandi voru afskipti höfð af 35 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í liðinni viku. Fjórir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum, tveir undir áhrifum áfengis og tveir undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Höfð voru afskipti af tveimur ökumönnum sem reyndust hafa verið sviptir ökuréttindum. Nokkrir ökumenn voru ekki með öryggisbelti…Lesa meira

true

Öskudagurinn litríkur að vanda

Öskudagurinn var í síðustu viku og hvarvetna var uppbrot í tilefni þess á hefðbundnum degi hjá börnum. Meðal annars var gengið í fyrirtæki og sungið fyrir nammi. Í Stykkishólmi var skemmtun í íþróttahúsinu síðdegis þar sem börnin fengu að leika lausum hala. Þar tók Bæring Nói Dagsson ljósmyndari Skessuhorns meðfylgjandi mynd. Sjá fjölda mynda í…Lesa meira

true

Júlíönuhátíðin hefst eftir viku

Júlíana, hátíð sögu og bóka, fer fram í Stykkishólmi dagana 20. – 22. mars. Hátíðin var fyrst haldin árið 2013 og er nú orðin rótgróin liður í lista- og menningarlífi íbúa. „Sem fyrr verður metnaðarfull dagskrá þar sem rithöfundar, ljóðskáld og fleiri listamenn stíga á stokk. Líkt og áður tekur Grunnskólinn í Stykkishólmi þátt í…Lesa meira

true

Vilja byggja upp öflugt útivistarsamfélag

Rætt við fjallaleiðsögufólkið og frumkvöðlana Pál Einarsson og Agnesi Hjaltalín Andradóttur um útivistarmöguleika í Borgarnesi Verkefnið Úti er ævintýri hlaut einnar milljónar króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands við síðustu úthlutun. Verkefnisstjórar eru þau Páll Einarsson og Agnes Hjaltalín Andradóttir í Borgarnesi. Saman hafa þau staðið fyrir útivistarkennslu í Borgarnesi undanfarin misseri, þar á meðal fjallamennskuáfanga…Lesa meira

true

Sæmundur gefur Fornbílafjelaginu húseign sína

Gengið hefur verið frá samningum og afsölum vegna höfðinglegrar gjafar Sæmundar Sigmundssonar fyrrum sérleyfishafa í Borgarnesi til Fornbílafjelags Borgarfjarðar. Hópferðabílar Sæmundur ehf. hefur nú afhent félaginu húseign sína að Brákarbraut 18-20 í Brákarey, en þó með ákveðnum skuldbingingum. Sæmundur mun áfram, meðan heilsan leyfir, búa í húsi sínu og þar mun hann hafa aðstöðu fyrir…Lesa meira