Fréttir
Eftir að gengið var frá undirritun samninga í síðustu viku var boðið í kaffi á Hótel Borgarnesi. Sæmundur Sigmundsson sitjandi ásamt fulltrúum úr stjórn Fornbílafjelagsins. Standandi f.v. Gunnar Gauti Gunnarsson, Guðmundur Sigurðsson, Jakob Jónsson og Skúli G. Ingvarsson. Á myndina vantar Kristínu Önnu Stefánsdóttur stjórnarmann.

Sæmundur gefur Fornbílafjelaginu húseign sína

Gengið hefur verið frá samningum og afsölum vegna höfðinglegrar gjafar Sæmundar Sigmundssonar fyrrum sérleyfishafa í Borgarnesi til Fornbílafjelags Borgarfjarðar. Hópferðabílar Sæmundur ehf. hefur nú afhent félaginu húseign sína að Brákarbraut 18-20 í Brákarey, en þó með ákveðnum skuldbingingum. Sæmundur mun áfram, meðan heilsan leyfir, búa í húsi sínu og þar mun hann hafa aðstöðu fyrir einn bíl. Félagið er því að eignast 460 fermetra í iðnaðarhúsinu. Á fundi í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar í gærkvöldi var einróma samþykkt að þiggja þessa höfðinglegu gjöf Sæmundar.