Fréttir

Nokkuð um umferðaróhöpp samkvæmt dagbók lögreglu

Fram kemur í dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi að nokkur umferðaróhöpp urðu í liðinni viku. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Klofningsvegi í Dölum með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði utan vegar og valt en á vettvangi var krap á veginum og aðstæður til aksturs slæmar. Ökumaður taldi sig óslasaðan en fór til skoðunar á Heilsugæsluna í Búðardal.