Fréttir

true

ÍA tekur við deildarmeistara bikarnum í kvöld

Karlalið ÍA í körfubolta hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitil 1. deildar og þar með sæti í Bónus deild karla á næstu leiktíð. Í kvöld tekur liðið á móti Ármanni í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Eftir leikinn mun Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ afhenda ÍA liðinu bikarinn. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og má búast við að þétt…Lesa meira

true

Árni Marinó framlengir við ÍA

Knattspyrnufélag ÍA hefur skrifað undir þriggja ára samning við markvörðinn Árna Marinó Einarsson. Hann hefur verið hluti af liðinu allar götur frá 2018 en uppeldisfélagið var Afturelding. Árni Marinó á að baki 77 deildarleiki, þar af 50 í efstu deild, og hefur verið aðalmarkvörður undanfarin tvö ár. „Það gleður okkur að tilkynna það að markvörðurinn…Lesa meira

true

Skóflustunga að nýju fjölnota íþróttahúsi tekin í næstu viku

Fimmtudaginn 20. mars klukkan 17 verður fyrsta skóflustungan tekin að nýju fjölnota íþróttahúsi við vesturenda Skallagrímsvallar í Borgarnesi. Börnum í sveitarfélaginu hefur nú verið boðið að mæta með skóflur og í keppnisgöllunum sínum og taka þátt í viðburðinum. Að lokinni afhöfn verður boðið upp á köku í íþróttamiðstöðinni.Lesa meira

true

Grunnskóli Grundarfjarðar setur upp leiksýningu

Það hefur verið mikið um að vera hjá krökkunum á miðstigi í Grunnskóla Grundarfjarðar síðustu vikurnar. Krakkarnir eru að setja upp leiksýninguna Fíasól gefst aldrei upp og frumsýna í næstu viku. Það eru börn í 6. og 7. bekk sem eru í öllum hlutverkum og verkefnum sem koma að sýningunni. Hvort sem það eru sviðsmenn,…Lesa meira

true

Stórátak í jarðhitaleit á köldum svæðum

Bæjarstjóri Snæfellsbæjar fagnar mjög frumkvæði ráðherra Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að efnt verði til sérstaks átaks í leit og nýtingu jarðhita á köldum svæðum, þar sem húsnæði er nú hitað upp með rafmagni eða olíu. Verður þetta stærsta jarðhitaátak sem stjórnvöld hafa skipulagt á þessari öld. Í dag eru yfir…Lesa meira

true

Leitað í Borgarnesi í gærkvöldi eftir ábendingu sjónarvottar

Á níunda tímanum í gærkvöldi voru björgunarsveitir á Vesturlandi kallaðar út til leitar bæði í sjó og af landi í Borgarnesi. Þá hafði tilkynning borist þess efnis að sjónarvottur taldi sig hafa séð eitthvað, mögulega manneskju, í sjónum út af Kveldúlfsgötu. Leit var hætt um miðnætti en þá hafði rekald fundist í fjöru á leitarsvæðinu.…Lesa meira

true

Fleiri merktar gönguleiðir í Dölum

Spjallað við Ingibjörgu Jóhannsdóttur og Jóhönnu Sigrúnu Árnadóttur um Dalamannabrölt Dalamannabrölt, gönguhópur Dalamanna, var stofnaður fyrir nokkrum árum síðan en aðallega eru það íbúar og þeim tengdir sem eru virkir í hópnum. Nýverið fékk verkefnið Göngustígar, merkingar og áningarstaðir styrk frá DalaAuði og langaði blaðamanni Skessuhorns að forvitnast um verkefnið hjá þeim Ingibjörgu og Jóhönnu.…Lesa meira

true

Bjarni heillaði gesti í Skemmunni

Bjarni Guðmundsson prófessor emeritus við Landbúnaðarháskóla Íslands hélt á miðvikudagskvöldið erindi í Skemmunni á Hvanneyri um mölun matarkorns og minjar því tengdu. Bjarni fór fyrst yfir hvernig það verk að mala matarkorn varð liður í endurreisnartilraunum þjóðar á átjándu öld og hvernig verkið varð einn fyrsti vísir að vatnsaflsvirkjunum hérlendis. Bjarni vék að lokum að…Lesa meira

true

Halla kjörin formaður VR

Nú liggur fyrir talning í kjöri formanns og stjórnar VR kjörtímabilið 2025-2029. Kosning stóð yfir frá 6. mars til hádegis í dag. Atkvæði greiddi 9.581, á kjörskrá voru alls 40.117 VR félagar. Kosningaþátttaka var því 23,88%. Halla Gunnarsdóttir hlaut 45,72% atkvæða og er því rétt kjörin formaður VR til fjögurra ára. Þrír aðrir voru í…Lesa meira

true

Fjölbreytt dagskrá Kirkjulistaviku í síðustu viku mars

Vikuna 23.-30. mars næstkomandi verður Kirkjulistavika í Garða- og Saurbæjarprestakalli haldin í samstarfi við Kalman – listafélag á Akranesi og fleiri. Umsjón með Kirkjulistaviku er í höndum Hilmars Arnar Agnarssonar organista Akraneskirkju. Boðið verður upp á fjölbreytta tónlistardagskrá síðustu dagana í mars. Þar verður ýmist form af messum, sýning á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, tónleikar, ljósmyndasýning…Lesa meira